Erlent

Halli ríkissjóðs veldur titringi

Obama vill fella niður skattaafslátt til stórra fyrirtækja.
Obama vill fella niður skattaafslátt til stórra fyrirtækja. Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann vænti þess að samkomulag náist um ríkisfjármál á næstu vikum. Glímt er um hvernig ná skal niður skuldum ríkissjóðs sem nálgast 14,3 trilljóna dala þak sem sett hefur verið. Eftir 2. ágúst segist fjármálaráðuneytið ekki fært um að standa við skuldbindingar.
Leiðtogar beggja flokka á þingi eru sammála um þörfina á að minnka fjárlagahallann en eru ósammála um aðferðir. Forsetinn vill fella niður skattaafslátt til stórra fyrirtækja, til dæmis í olíuiðnaði. Repúblikanar vilja hins vegar ekki heyra minnst á skattahækkanir.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×