Erlent

Reyndu að selja úraníum 235 í Moldóvíu

Lögreglan í Moldóvíu hefur handtekið sex menn sem reyndu að selja eitt kíló af úraníum 235 en það hefði nægt til að smíða kjarnorkusprengju.

Fjórir af mönnunum eru frá Moldóvíu en tveir þeirra eru með rússnesk vegabréf. Samkvæmt frétt um málið á BBC liggur ekki ljóst fyrir hvort mennirnir hafi ætlað að selja úranið til lands í Afríku eða einstaklings þar en úranið kom fram Rússlandi.

Talsmaður innanríkisráðuneytis Moldóvíu segir að mennirnir hafi ætlað að selja úranið til múslímsk manns í Norður Afríku.

Hylkið sem úranið var geymt í hafði verið í íbúð eins af sex menningunum í eina viku í höfuðborginni Chisinau áður en lögreglan lét til skarar skríða. Fram kemur í fréttinni að lögreglan í Moldóvíu naut aðstoðar frá Bandaríkjunum, Úkraníu og Þýskalandi við að upplýsa málið.

Í fyrra lagði lögreglan í Chisnau hald á 1,8 kíló af úraníum 238 sem ekki er hægt að nota í sprengjur án þess að þróa það áfram og breyta yfir í úraníum 235.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×