Erlent

Hitabeltisstormurinn Arlene skellur á Mexíkó

Fyrsti hitabeltisstormur fellibyljatímabilsins á Atlantshafi er um það bil að skella á vesturströnd Mexíkó. Hafa yfirvöld þarlendis varað íbúa á þessu svæði við miklu úrhelli, flóðum og mögulegri hættu á leirskriðum.

Stormurinn hefur hlotið nafnið Arlene en vindhraðinn í honum hefur náð 100 kílómetrum á klukkustund. Samkvæmt frétt á CNN hefur aðeins dregið úr styrk Arlene í nótt og því óvíst hvort stormurinn þróist yfir í að verða fellibylur.

Fellibyljatímabilið á Atlantshafi stendur frá 1. júní og fram til nóvemberloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×