Erlent

Frelsistorgið í Kaíró aftur miðpunktur mótmæla

MYND/AP
Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir á Tahir torginu í miðborg Kaíró í Egyptalandi í dag en skipuleggjendur vonast til að milljón manns mæti á torgið áður en dagur er úti. Torgið varð að einskonar miðpunkti mótmælanna fyrr á þessu ári sem lauk ekki fyrr en Mubarak þáverandi forseti hafði sagt af sér.

Í dag er aftur blásið til fundar því mótmælendum finnt allt of hægt ganga hjá núverandi stjórnvöldum í því að gera þær umbætur á stjórnkerfinu sem kallað var eftir. Ein helsta krafan er sú að Mubarak og fylgismenn hans verði dregnir fyrir rétt en enn hefur ekki orðið af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×