Erlent

Atlantis leggur af stað í síðustu geimferðina - bein útsending

Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 15:26 Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum en þó eru allar líkur á því að hægt verði að halda sig við áður ákveðinn tíma.

Geimskotið í dag er upphafið að endinum á merkilegri sögu geimferjuáætlunar Bandaríkjamanna sem hófst fyrir þrjátíu árum. Ferjurnar voru nokkrar og hafa þær farið 135 ferðir út í geim frá upphafi og komu þær mikið við sögu við smíði Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 355 geimfarar hafa farið út í geim með skutlunum sem hafa ferðast hálfan milljarð mílna í geimnum.

Nú verður nokkur bið á því að bandaríkjamenn komist út í geiminn af eigin rammleik en Rússar geta þó leyft þeim að fljóta með í Soyouz eldflaugum sínum.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu NASA frá geimskotinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×