Erlent

Veðrið gæti sett strik í reikninginn hjá Atlantis

Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 24 mínútur yfir fjögur. Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum og nú eru taldar 70 prósent líkur á að förin frestist sökum rigningar og roks.

En þegar hún kemst á loft lýkur merkilegri sögu geimferjuáætlunar Bandaríkjamanna sem hófst fyrir þrjátíu árum. Ferjurnar voru nokkrar og hafa þær farið 135 ferðir út í geim frá upphafi og komu þær mikið við sögu við smíði Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Nú verður nokkur bið á því að bandaríkjamenn komist út í geiminn af eigin rammleik en Rússar geta þó leyft þeim að fljóta með í Soyouz eldflaugum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×