Erlent

Snarpur skjálfti nærri Nýja Sjálandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjálftinn varð nærri Nýja Sjálandi. Mynd/ Google Earth.
Skjálftinn varð nærri Nýja Sjálandi. Mynd/ Google Earth.
Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skók Kermadec eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi, segir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn varð á áttunda tímanum nú í kvöld og hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kermadeceyjar, Nýja Sjáland og Tonga. Upptök skjálftans eru á 48 kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×