Erlent

Skaut samkynhneigðan skólafélaga í bakið

MYND/AP
Bandarískur unglingur er nú fyrir rétti í Kalíforníu ásakaður um að hafa skotið skólafélaga sinn til bana vegna þess að hann var samkynhneigður. Drengurinn smyglaði skammbyssu í skólann í febrúar árið 2008 og skaut hinn fimmtán ára gamla Larry King tvisvar í bakið þar sem hann sat við tölvu.

Saksóknarinn í málinu segir að morðinginn hafi verið undir áhrifum frá hugmyndafræði nasista þegar hann framdi ódæðið. Verjandi drengsins segir hann hins vegar hafa misst stjórn á sér þegar hinn drengurinn hafi reynt að tæla hann til ástarleikja. Drengurinn á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×