Íslenska kvennalandsliðið í golf lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Austurríki. Fimm bestu skorin af alls sex gilda í höggleiknum fyrstu tvo keppnisdagana og er Ísland í 17. sæti af allls 20 liðum. Samtals er Ísland á +17 höggum yfir pari en Danir eru í sérflokki í efsta sæti á -15.
Staðan á mótinu:
Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik, lék best allra í íslenska landsliðinu í dag eða á pari vallar, 72 höggum. Signý Arnórsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir léku báðar á 76 höggum eða +4, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 77 höggum (+5). Valdís Þóra Jónsdóttir var á 78 höggum (+6) en skor Sunnu Víðisdóttur taldi ekki en hún var á 82 höggum eða +10.
Tinna er í 20. sæti í einstaklingskeppninni. Að loknum öðrum keppnisdegi verður liðunum raðað upp í þrjá riðla eftir skori. Liðin í sætum 1-8 leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17.-20 í C-riðli.
Konurnar byrjuðu illa á EM í Austurríki

Mest lesið




Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




