Sport

Mika Myllylä fannst látinn á heimili sínu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Mika Myllylä, sem á sínum tíma var einn fremsti skíðagöngumaður heims, er látinn.
Mika Myllylä, sem á sínum tíma var einn fremsti skíðagöngumaður heims, er látinn. AFP
Mika Myllylä, sem á sínum tíma var einn fremsti skíðagöngumaður heims, er látinn. Finninn, sem var 41 árs gamall, fannst á heimili sínu í Karelby í dag en ekki er talið að rannsaka þurfi andlát hans sem morðmál.

Myllylä vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Nagano árið 1988 og hann vann alls til fjögurra verðlauna á ÓL. Hann vann þrennt gullverðlaun í einstaklingsgreinum á heimsmeistaramótinu í Ramsau árið 1999 en alls vann hann til 9 verðlauna á HM.

Lyfjamál voru helstu fréttaefnin af Myllylä í seinni tíð. Hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi árið 2001 eftir HM í heimalandinu sem fram fór í Lahti. Hann hætti keppni í kjölfarið og á síðustu árum glímdi Myllylä við áfengisvandamál en hann lætur eftir sig þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×