Erlent

Ætlar í stríð við Evrópu ef Nató hættir ekki árásum sínum

Múammar Gaddafí
Múammar Gaddafí
Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, hét því að færa Evrópu stríð ef NATÓ hættir ekki árásum sínum í landinu. Gaddafi sagði þetta í útvarpsávarpi sem spilað var fyrir stuðningsmenn hans sem komu saman á græna torgi í miðborg Trípolí í gær í þúsundatali.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann lætur í sér heyra síðan alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum fyrir fjórum dögum.

„Heimili Evrópubúa eru nú lögmæt skotmörk;" sagði Gaddafi og varaði við því að Líbíumenn myndu láta til skarar skríða ef ekki yrði látið af loftárásum í Líbíu.

Ekki kom fram hvaðan Gadaffi talaði en hann fer huldu höfði af ótta við að verða ráðinn af dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×