Erlent

Borgin ábyrg fyrir drápstré

Borgaryfirvöld í Óðinsvéum voru nýlega dæmd til að greiða skaðabætur vegna dauða manns sem lést árið 2005 eftir að tré fauk um koll og lenti á bíl sem hann ók.

Ekkja mannsins kærði borgina og komst landsréttur að þeirri niðurstöðu að tréð, sem var 180 ára gamalt og 20 metra hátt, hafi verið á ábyrgð yfirvalda. Það var löngu dautt, ræturnar morknaðar og því hafi hætta stafað af því. Ekkjan fær í sinn hlut jafnvirði 18,5 milljóna íslenskra króna.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×