Innlent

Opnað fyrir umferð á Gullinbrú

MYND/Vilhelm
Slysið á Gullinbrú fyrr í dag virðist hafa orðið með þeim hætti að ökumaður á leið suður missti stjórn á bíl sínum og endaði á öfugum vegarhelmingi á öðrum bíl sem var á leið norður yfir brúna.

Þrír aðilar voru fluttir á slysadeild og beita þurfti klippum til þess að ná tveimur einstaklingum úr öðrum bílnum. Óljóst er á þessari stundu hvort um alvareg meiðsli sé að ræða.

Loka þurfti Gullinbrú um tíma en lögregla hefur nú opnað fyrir umferð að nýju.


Tengdar fréttir

Umferðarslys á Gullinbrú - brúin lokuð til norðurs

Umferðarslys varð á Gullinbrú rétt eftir klukkan hálf tvö í dag þegar tveir bílar skullu saman. Fjölmennt lið sjúkra- og slökkviliðsmanna er á staðnum en beita þurfti klippum á báða bílana til þess að ná tveimur mönnum út. Þeir hafa verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar en óljóst er hvort meiðsl þeirra eru alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×