Erlent

Ráðist á Frakklandsforseta

Óli Tynes skrifar
Maðurinn reif í jakkaboðung forsetans.
Maðurinn reif í jakkaboðung forsetans.
 

Þrjátíu og tveggja ára gamall maður hefur verið handtekinn í Frakklandi fyrir að ráðast á Nicolas Sarkozy forseta og reyna að draga hann yfir öryggisgirðingu. Forsetinn var í heimsókn í bæn um Brax í suðvesturhluta landsins og gekk meðfram girðingunni og heilsaði upp á fólk.

Rétt eftir að hann hafði gengið framhjá fyrrnefndum manni teygði sá sig og greip í jakkaboðung forsetans og reyndi að draga hann yfir girðinguna. Sarkozy var við það að missa jafnvægið en öryggisverðir hans þustu til og gripu í hann. Þeir sneru svo manninn niður og handjárnuðu hann. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en sagt er að hann tengist eitthvað leiklist.

 

Ekki er vitað hvað honum gekk til með að ráðast á forsetann. Hann reyndist óvopnaður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×