Innlent

Loksins sól og blíða fyrir norðan

Sjö stiga hiti var á Akureyri klukkan sex í morgun og fór ört hækkandi eftir að sólin kom upp á heiðum himni. Þar er búist við sól og blíðu með góðum hita í austlægri átt í dag, eftir þrálátar norðanáttir nær allan júní mánuð.

Júni hefur ekki verið jafn kaldur á Akureyri síðan árið 1952. Þá kemur fram á vefsíðu Trausta Jónssonar Veðurfræðings að að met hafi verið sett á Gangheiði, en þar var meðalhiti mínus 0,8 stig í mánuðinum. Jafnframt að frost hafi mælst einhvernstaðar á landinu alla daga í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×