Erlent

Sofa með 120 kílóa górillu í hjónasænginni

Miðaldra frönsk hjón hafa fóstrað 13 ára gamla og 120 kílóa þunga górillu frá því hún fæddist og gengur hún þeim í dóttur stað.

Górillan sem heitir Digit tilheyrir dýragarði í Frakklandi. Þegar hún fæddist þar fyrir 13 árum var henni hafnað af móður sinni. Hjónin Pierre og Etianne Thivillon, sem eru starfsmenn dýragarðsins, tóku þá Digit upp á sína arma og héldu henni á lífi.

Í dag þrettán árum seinna er Digit orðin svo vön þeim hjónum að hún krefst þess að fara heim með þeim hvern dag þegar Pierre og Etianne hafa lokið störfum sínum. Og það sem meira er Digit deilir hjónasænginni með þeim hjónum á hverri nóttu.

Nokkur umræða hefur skapast um þetta fyrirkomulag í Frakklandi. Górillur eru jú villt dýr og á stundum óútreiknanleg. Þau Pierre og Etianne er hinsvegar hæstánægð með fósturdóttur sína og elska hana eins og hún er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×