Erlent

Strauss-Kahn losnar líklega úr stofufangelsi í dag

Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður að öllum líkindum látinn laus úr stofufangelsi í dag og trygging fyrir lausn hans lækkuð eða jafnvel afnumin.

Ástæðan er að framburður herbergsþernunnar sem ásakaði Strauss-Kahn um kynferðislega árás á sig, heldur ekki vatni. Hefur þernan margoft logið að lögreglunni og í ljós hefur komið að hún hefur átt samstarf með menn úr undirheimum New York borgar, sem stunda skipulagaða glæpastarfsemi.

Til er upptaka af símtali hennar við einn þeirra þar sem hún ræðir um ábata sinn af því að kæra Strauss-Kahn. Sá glæpamaður situr raunar í fangelsi dæmdur fyrir smygl á 180 kílóum af marijúana til Bandaríkjanna.

Vegna þessa mun Strauss-Kahn koma fyrir dómara í dag þar sem hann mun fara fram á að verða leystur úr stofufangelsi og að ákærur gegn sér verði felldar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×