Fótbolti

Drátturinn í Evrópudeildinni - Mótherjar FH og KR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingar fagna jöfnunarmarki sínu í Hafnarfirði í gærkvöld.
FH-ingar fagna jöfnunarmarki sínu í Hafnarfirði í gærkvöld. Mynd/Stefán
Nú fyrir stundu var dregið í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og voru íslensku liðin KR og FH í hattinum. KR fer til Wales eða Georgíu og FH til Svíþjóðar eða Finnlands takist þeim að leggja andstæðinga sína að velli í 2. umferð.

KR-ingar mæta annað hvort Llanelli A.F.C. frá Wales eða FC Dinamo Tbilisi takist þeim að slá MSK Zilina út úr 2. umferð keppninnar. Velska liðið sigraði í fyrri leik liðanna í Wales í gærkvöld.

KR vann sigur á Zilina 3-0 í fyrri leiknum í gærkvöld og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Takist FH-ingum að slá út portúgalska félagið C.D. Nacional mætir liðið annaðhvort Häcken frá Svíþjóð eða FC Honka Espoo frá Finnlandi. Sænska liðið sigraði í fyrri leiknum í Svíþjóð með einu marki gegn engu.

FH gerði 1-1 jafntefli gegn C.D. Nacional í gær og á krefjandi verkefni fyrir höndum í Portúgal eftir viku.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér.

Meðal áhugaverðra viðureigna má nefna Atletico Madrid gegn Strömsgodset og viðureign Stoke og Hadjuk Split.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×