Skúli Jón: Eins gott og það gat orðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 22:00 Viktor Bjarki á ferðinni í kvöld. mynd/stefán Skúli Jón Friðgeirsson var kampakátur en uppgefinn eftir frækinn 3-0 sigur KR-inga á MSK Zilina í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildar í kvöld „Við ákváðum að koma inn í þennan leik eins og alla aðra í sumar. Ætluðum ekkert að detta of aftarlega og ákváðum að sækja hratt. Eins og í leiknum gegn Fylki. Biðum eftir þeim og sóttum hratt. Gekk fullkomlega upp. Þegar þeir missa mann útaf ákváðum við að ganga á lagið. Pressa svakalega á þá fyrstu mínúturnar eftir á og við setjum tvö mörk," sagði Skúli Jón. KR-ingar voru marki yfir þegar miðjumaður Slóvakana lét reka sig útaf fyrir heimskulegt brot snemma í síðari hálfleik. „Við erum 1-0 yfir í hálfleik og sjáum að við eigum fullt í fangi með þetta lið. Svo missa þeir mann útaf og við ákváðum að pressa þá næstu mínútur og það gekk fullkomlega. Fáum tvö mörk og svo héldum við því. Hefðum svo sem getað haldið uppi meiri pressu en menn voru orðnir þreyttir. 3-0 eru auðvitað mjög góð úrslit," sagði Skúli Jón. Zilina-menn eru á undirbúningstímabilinu og virkuðu þreyttir í síðari hálfleik enda manni færri. „Þeir voru orðnir mjög þreyttir í restina en við líka. Erum í svakalegu álagi. Það var mikil orka sem fór í að halda markinu hreinu, vildum ekki fá mark í bakið. Þessi mörk skipta svo miklu máli," sagði Skúli Jón KR-ingar létu skynsemina ráða för í síðari hálfleik. „Við duttum svolítið aftar og leyfðum þeim að halda boltanum. Gátum ekki haldið uppi þessari svakalegu pressu sem við gerðum í byrjun seinni hálfleiks. Við vorum orðnir sáttir. Þetta var orðið eins gott og það gat gerst," sagði Skúli Jón. Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson var kampakátur en uppgefinn eftir frækinn 3-0 sigur KR-inga á MSK Zilina í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildar í kvöld „Við ákváðum að koma inn í þennan leik eins og alla aðra í sumar. Ætluðum ekkert að detta of aftarlega og ákváðum að sækja hratt. Eins og í leiknum gegn Fylki. Biðum eftir þeim og sóttum hratt. Gekk fullkomlega upp. Þegar þeir missa mann útaf ákváðum við að ganga á lagið. Pressa svakalega á þá fyrstu mínúturnar eftir á og við setjum tvö mörk," sagði Skúli Jón. KR-ingar voru marki yfir þegar miðjumaður Slóvakana lét reka sig útaf fyrir heimskulegt brot snemma í síðari hálfleik. „Við erum 1-0 yfir í hálfleik og sjáum að við eigum fullt í fangi með þetta lið. Svo missa þeir mann útaf og við ákváðum að pressa þá næstu mínútur og það gekk fullkomlega. Fáum tvö mörk og svo héldum við því. Hefðum svo sem getað haldið uppi meiri pressu en menn voru orðnir þreyttir. 3-0 eru auðvitað mjög góð úrslit," sagði Skúli Jón. Zilina-menn eru á undirbúningstímabilinu og virkuðu þreyttir í síðari hálfleik enda manni færri. „Þeir voru orðnir mjög þreyttir í restina en við líka. Erum í svakalegu álagi. Það var mikil orka sem fór í að halda markinu hreinu, vildum ekki fá mark í bakið. Þessi mörk skipta svo miklu máli," sagði Skúli Jón KR-ingar létu skynsemina ráða för í síðari hálfleik. „Við duttum svolítið aftar og leyfðum þeim að halda boltanum. Gátum ekki haldið uppi þessari svakalegu pressu sem við gerðum í byrjun seinni hálfleiks. Við vorum orðnir sáttir. Þetta var orðið eins gott og það gat gerst," sagði Skúli Jón.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira