Innlent

Gefur lítið fyrir skýringar Kristjáns

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Mér finnst hann gera þetta á afar veikum forsendum,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun Kristjáns Möller, formanns iðnaðarnefndar Alþingis, að verða ekki við ósk þriggja þingmanna um að nefndin komi saman til að ræða um málefni Drekasvæðisins.

Ekki tókst að afgreiða nauðsynleg frumvörp fyrir þinglok og því þurfti að fresta

útboði á olíuleit á Drekasvæðinu, en áætlanir gerðu ráð fyrir að það myndi hefjast 1. ágúst. Jón, Gunnar Bragi Sveinsson og Tryggvi Þór Herbertsson óskuðu í byrjun mánaðarins eftir að iðnaðarnefnd kæmi saman vegna þessa og ítrekuðu óskina á laugardagsmorgun. Jón segir að svar hafi loksins borist frá Kristjáni á þriðjudaginn sem vísaði í þingsköp og sagði að bannað væri að halda fundi í nefndum í júlí og fram í ágúst nema að brýna nauðsyn bæri til.

„Það hefði verðið eðlilegast að verða við þessari beiðni þar sem þrír þingmenn óskuðu eftir fundinum,“ segir Jón og vísar til þess að samkvæmt þingskaparlögum eigi að boða til nefndarfunda krefjist þrír eða fleiri nefndarmenn þess. Tilgangurinn í þessu tilfelli hafi verið að fá fram upplýsingar um áhrif frestunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×