Innlent

Sérstakur saksóknari sinnir gæslustörfum á fótboltaleik

Ólafur virðist hafa sinnt gæslustarfinu afar vel.
Ólafur virðist hafa sinnt gæslustarfinu afar vel. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sinnti gæslu á leik ÍA og Leiknis í 1. deild karla í knattspyrnu í gær.

„Ég er með dreng í yngri flokkunum í fótboltanum og það eru foreldrar þeirra drengja sem sjá um gæsluna á völlunum á leikjum ÍA í ár.“ segir Ólafur og bætir því þó við að þetta hafi ekki verið fyrsta skiptið sem hann gegnir gæsluhlutverkinu, hann hafi gert það nokkuð oft þegar eldri sonur hans var í fótbolta en nú séu nokkur ár liðin síðan.

Ólafur segist sinna gæslunni með glöðu geði, honum þætti ágætt að fylgjast með leiknum. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með íþróttaviðburðum, svo þetta er ágæt tilbreyting.“

Eftir því sem fréttastofa kemst næst gekk leikurinn vel fyrir sig, en Skagamenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×