Innlent

Enginn í haldi lögreglu vegna Hringrásarbrunans

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn, grunaður um íkveikju á athafnasvæði Hringrásar í fyrrinótt, en upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu sýna grunsamlegar mannaferðir við svæðið skömmu áður en eldurinn gaus upp.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, sem ásamt slökkviliði fylgist með starfssemi Hringrásar, fór í skoðunarferð um svæðið í síðustu viku og gerði ekki athugasemdir við starfsemina.


Tengdar fréttir

Lögregla leitar að brennuvörgum

Upptaka úr öryggismyndavél við fyrirtækið Hringrás við Klettagarða virðist sýna að hópur manna hafi í sameiningu kveikt í stórum dekkjahaug á lóð fyrirtækisins á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Gríðarmikill eldur í Sundahöfn

Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast.

Enn barist við eldinn

"Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt.

Líta brunann í Hringrás mjög alvarlegum augum

Borgaryfirvöld líta brunann sem varð í endurvinnslustöð Hringrásar í nótt alvarlegum augum vegna þeirra almannahættu sem eldsvoði á þessum stað getur valdið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Slökkvistarf gengið greiðlegar en 2004

Mun greiðlegar hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins í Hringrás núna en árið 2004, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að aðalástæðan sé sú að eldsmatur sé mun minni núna en var þá.

Slökkviliðsstjóri: Spurning að skoða staðsetningu Hringrásar

"Þetta er eitt af fáum fyrirtækjum sem við höfum reynslu af,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en hann spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni fyrir forsvarsmenn Hringrásar að finna fyrirtækinu nýjan stað.

Eldurinn hefur minnkað

Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn.

Aðgerðarstjórn kölluð saman í Samhæfingarmiðstöðina

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var kölluð saman í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun vegna eldsins hjá Hringrás í Sundahöfn. Almannavarnaástandi hefur ekki verið lýst yfir en starfsmenn stöðvarinnar eru í viðbragðsstöðu.

Hrafnistumönnum brugðið yfir brunanum

Íbúum og starfsfólki á Hrafnistu var töluvert brugðið við brunann í Hringrás í nótt, segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Eldurinn gaus upp rétt fyrir klukkan þrjú og lagði mikinn reyk frá eldinum.

Myndasyrpa frá Hringrásarbrunanum

Mikill eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn á þriðja tímanum i nótt og var allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út auk manna á frívakt. Gríðar mikinn og svartan reyk lagði frá eldinum, en svo vel vildi til að vindur var suðaustlægur í nótt og lagði reykinn á haf út, en ekki yfir byggðina eins og gerðist í samskonar bruna á sama stað árið 2004. Þá þurftu á sjötta hundrað manns að yfirgefa heimili sín. Starfsmenn fréttastofu stóðu vaktina og í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, og Heimir Már Pétursson, fréttamaður, tóku í nótt og í morgun.

Þarf að taka Hringrás til rækilegrar endurskoðunar - íbúi vill þá burt

"Sem borgara, og að sjálfsögðu nefndarmanni hjá Reykjavíkurborg, þá bregður manni við að þetta sé að gerast á sama stað hjá sama fyrirtæki í annað skiptið. Það þarf að taka þetta til rækilegrar endurskoðunar,“ segir Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar um eldsvoðann í Hringrás í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×