Innlent

Ákvörðun um frekari selflutninga tekin síðar í dag

Rútan sökk ofan í Múlakvísl.
Rútan sökk ofan í Múlakvísl. Mynd / Þórir
Enn er óvíst hvort selflutningum yfir Múlakvísl verði framhaldið eftir að rúta með sautján farþegum komst í hann krappann fyrr í dag.

Rútan festist með þeim afleiðingum að farþegar þurftu að klifra út um glugga bifreiðarinnar og upp á þak. Engar selflutningar verða á svæðinu að minnsta kosti til klukkan sex.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá verður ákvörðun tekin um framhaldið á milli fimm og sex að höfðu samráði við almannavarnir og lögregluna á Hvolsvelli.

Ekki er útilokað að haldið verði áfram að flytja fólk yfir ána.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og lenti hún á svæðinu á milli þrjú og fjögur í dag. Farþegunum var boðið að fara með þyrlunni yfir á hinn bakkann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×