Innlent

Innkalla fæðubótarefni - joð langt yfir efri öryggismörkum

Ákveðið hefur verið að innkalla af markaði fæðubótarefnið Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þar sem í ráðlögðum daglegum neysluskammti, samkvæmt upplýsingum á umbúðum vörunnar, er of mikið af joði. Ákvörðunin var tekin af Heilsu ehf. í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Í ráðlögðum daglegum neysluskammti Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae eru 1040 µg (míkrógrömm) af joði, en Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur metið efri öryggismörk fyrir neyslu joðs 600 µg á dag. Ráðlagður dagskammtur (RDS) joðs, samkvæmt reglugerð, er 150 µg á dag.

Efnið var selt í Heilsuhúsinu Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Selfossi, Kringlunni, Smáratorgi og Keflavík, Fjarðarkaupum, Apóteki Garðabæjar, Yggdrasil, Manni lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, og Lyfju í Setbergi, Egilsstöðum og Lágmúla.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að hætta að nota hana og farga henni eða skila til Heilsu ehf. gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Heilsu ehf. í síma 533 3232.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×