Erlent

Fjölskylduharmleikur í Svíþjóð: Kona laus úr haldi

Drengurinn fannst alvarlega slasaður í gær eftir að tilkynnt var um læti í íbúð í Umeå.
Drengurinn fannst alvarlega slasaður í gær eftir að tilkynnt var um læti í íbúð í Umeå. Skjáskot - Dagens Nyheter
Konu hefur verið sleppt úr haldi sænsku lögreglunnar vegna rannsóknar á morði á sjö ára dreng sem var stunginn til bana í Umeå í norðurhluta landsins í gær. Samkvæmt vef dagblaðsins Dagens Nyheter virðist sem um fjölskylduharmleik sé að ræða. Karlmaður sem handtekinn var seinnipartinn í gær er enn í haldi lögreglu. Maðurinn og konan eru bæði ættingjar drengsins, en ekki hefur verið upplýst hvort þau séu foreldrarar hans.

Drengurinn fannst alvarlega slasaður í gærmorgun eftir að tilkynnt var um læti í íbúð í Umeå. Farið var með drenginn á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×