Sport

Lochte bætti eigið heimsmet og hafði betur gegn Phelps

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte fagnaði sigri í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sjanghæ í Kína og setti Lochte jafnframt heimsmet í greininni.
Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte fagnaði sigri í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sjanghæ í Kína og setti Lochte jafnframt heimsmet í greininni. AFP
Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte fagnaði sigri í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Sjanghæ í Kína og setti Lochte jafnframt heimsmet í greininni.

Landi hans, Michael Phelps, varð að sætta sig við annað sætið en þetta er fyrsta heimsmetið sem fellur á HM og kemur það ekki fyrr en á fimmta keppnisdegi. Lochte kom í mark á 1.54.00 mínútum og bætti eigið heimsmet um 0,14 sekúndur. Phelps var 0,16 sekúndum á eftir Lochte, Laszlo Cseh frá Ungverjalandi varð þriðji.

Athygli vekur að þetta er fyrsta heimsmetið sem fellur í keppni í 50 metra laug í karlaflokki frá árinu 2009 þegar nánast öll heimsmet voru bætt á HM í Róm. Nýjar reglur um keppnissundfatnað sem tóku gildi í byrjun árs 2010 hafa gert það verkum að heimsmetin sem sett voru á árunum 2008-2009 virðast ætla að standast tímans tönn. Elsta heimsmetið í karlaflokki er frá árinu 2001 í 1.500 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×