Sport

Phelps kominn í gírinn aftur - fékk gull í flugsundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Phelps í flugsundinu í morgun.
Phelps í flugsundinu í morgun. Nordic Photos/AFP
Bandaríski sundkappinn Michael Phelps kom fyrstur í mark í 200 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Shanghai í morgun. Phelps hefur gengið illa undanfarið og náði sér ekki á strik í 200 metra skriðsundinu.

Phelps vann til átta gullverðlauna á Ólympíuleiknum í Peking árið 2008 og mikils vænst af honum í London að ári. Honum hefur þó gengið illa upp á síðkastið en auk skriðsundsins náði bandaríska boðsundssveitin aðeisn bronsverðlaunum í 4x100 metra skriðsundi.

„Mér leið vel í sundinu. Ég vildi gera það sem ég get gert þegar ég er í betra formi,“ sagði Phelps sem fékk góða keppni frá Japananum Takeshi Matsuda. Matsuda var raunar í fyrsta sæti eftir 150 metra.

„Ég vildi gefa í strax í byrjun. Ég sá hina sundmennina við 150 metra snúninginn og nýtti mjaðmirnar betur. Ég veit að ég á heilmikið inni í greininni,“ sagði Phelps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×