Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi.
Bænir hans og hugsanir væru meðal fórnarlambanna og aðstandenda þeirra. Komið hefur fram að árásarmaður Anders Breivik vildi byltingu í Noregi gegn fjölmenningu og Íslamistum. Páfinn sagði það sorglegt að enn og aftur kæmu fréttir af ofbeldi og voðaverkum í heiminum.

