Frakkinn Zinedine Zidane mun vinna mjög náið með Jose Mourinho hjá Real Madrid. Zidane er afar ánægður með störf Mourinho og segir að félagið hafi þurft á manni eins og honum að halda.
Fyrsta tímabilið hjá Madrid undir stjórn Mourinhi gekk ekki áfallalaust en Zidane á von á því að liðinu muni ganga mun betur í ár enda hefur það sýnt sig að annað árið hjá Mourinho er alltaf best.
"Real Madrid þurfti sárlega á manni eins og Mourinho að halda. Manni sem þekkir fótboltann og hefur karakterinn til þess að leiða liðið í rétta átt. Þeir leikmenn sem koma hingað ætlast til þess að vinna bikara og Mourinho er rétti maðurinn fyrir þetta lið," sagði Zidane.
"Við vitum að síðasti vetur var erfiður en sagan segir að lið Mourinho verða bara sterkari. Með þennan þjálfara innanborðs eigum við eftir að gera stóra hluti í vetur."
Zidane mærir Mourinho
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

