Erlent

Stærsti kókaínfundur í sögu Bretlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegt magn af kókaíni fannst. Mynd/ afp.
Gríðarlegt magn af kókaíni fannst. Mynd/ afp.
Breska lögreglan og tollayfirvöld hafa lagt hald á 1,2 tonn af kókaíni sem smygla átti til Southampton í Bretlandi. Verðmæti fíkniefnanna nam 57 milljörðum króna. Magnið er um þriðjungur af því sem talið er að breskir kókaínneytendur noti á hverju ári. Þetta er mesta magn af kókaíni sem hefur nokkrum sinni fundist á Bretlandi.

Fíkniefnin voru falin í bátnum Louise í Venezuela. Þeim var síðan siglt til bresku Jómfrúareyjanna og voru eftir það flutt til Englands með flutningaskipi. Efnið er um 90% hreint en norska ríkisútvarpið, sem greinir frá málinu, segir að venjulegast sé kókaín í Bretlandi um 63% hreint.

Sex menn hafa verið handteknir í tengslum við smyglið og einnig hafa 40 þúsund evrur, um 6,6 milljónir króna, verið haldlagðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×