Erlent

Stúlkan frjáls - búið að losa sprengjuna af hálsinum

Frá vettvangi í Ástralíu
Frá vettvangi í Ástralíu
Sprengjusérfræðingar í Sydney í Ástralíu hafa losað sprengjuna sem fest var um háls átján ára gamallar stúlku þar í morgun.

Þetta hefur lögreglan staðfest en unnið hefur verið að því að aftengja sprengjuna síðustu sjö klukkutímana.

Samkvæmt fréttavef Sky er talið að grímuklæddur maður hafi ráðist inn á heimili hennar í einu af auðmannshverfum borgarinnar og fest sprengjuna um hálsinn á henni í þeim tilgangi að fjárkúga föður hennar en hann er sagður einn af ríkustu mönnum Ástralíu.

Aðgerðin var mjög viðkvæm og var sprengjubúnaðurinn flókinn en talsmaður lögreglunnar segir að slík sprengja hafi ekki sést áður í Ástralíu.

Stúlkan sýndi mikla stillingu þegar unnið var að því að aftengja sprengjuna og er nú heil á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×