Erlent

Sala á ferðatryggingum stórjókst eftir eldgos í Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmörgum flugferðum var aflýst í gosinu. Mynd/ AFP.
Fjölmörgum flugferðum var aflýst í gosinu. Mynd/ AFP.
Sala á ferðatryggingum í Bandaríkjunum hefur aukist um 10% eftir gosið í Eyjafjallajökli í fyrravor. Þetta er fullyrt á fréttavef ABC fréttastöðvarinnar. Eins og flestir muna lömuðust flugsamgöngur til Evrópu og um Evrópu vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og var í mörgum tilfellum óljóst hver sæti uppi með skaðann.

Ferðamenn hafa brugðist við þessum atburði með því að kaupa sér tryggingar í auknu mæli. „Við höfum séð sölu á Access America ferðatryggingum aukast jafnt og þétt síðan öskuskýið festi vélarnar víðsvegar um Evrópu," sagði Ricky Horwitz, sölustjóri hjá Mondial Assistance USA, móðurfélagi Access America.

Horwitz segir að öskuskýið hafi aukið vitund ferðamanna á nauðsyn þess að tryggja sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×