Erlent

Mikill eldsvoði á Suður-Jótlandi í nótt

Slökkviliðið á Suður-Jótlandi í Danmörku hefur barist í fleiri tíma í nótt við mikinn eldsvoða í tveimur byggingum endurmenntunarskóla í bænum Haderslev.

Sumarfríi eru í skólanum en þar voru staddir 50 nemendur frá Þýskalandi á ferðalagi um Danmörku. Skólinn var strax rýmdur og þurfti helmingurinn af hinum þýsku nemendum að fara á sjúkrahús vegna reykeitrunnar.

Nú undir morgun bárust fréttir af því að slökkviliðið hefði náð tökum á eldinum en að mikið slökkvistarf væri enn framundan. Vegna þessa hefur aðalveginum milli Haderslev og Aabenraa verið lokað. Ekkert er vitað um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×