Erlent

Fundu 20 milljóna ára gamla höfuðkúpu af apa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höfuðkúpan mun vera af svipaðri stærð og höfuðkúpan á simpansa. Mynd/ AFP.
Höfuðkúpan mun vera af svipaðri stærð og höfuðkúpan á simpansa. Mynd/ AFP.
Úganskir og franskir steingervingafræðingar tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið 20 milljón ára gamla höfuðkúpu af apa af tegundinni Ugandapithecus.

Höfuðkúpan fannst í norðausturhluta Úganda og telja steingervingafræðingarnir að þessi fundur geti varpað ljósi á þróunarsögu á svæðinu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem heil höfuðkúpa af apa á þessum aldri finnst,“ segir Martin Pickford, steingervingafræðingur frá College de France í París, við blaðamenn í Kampala, höfuðborg Úganda.

Höfuðkúpan fannst 18. júlí síðastliðinn en eftir það hefur steingervinga verið leitað í nálægð við eldfjall í héraðinu Karamoja í Úganda.

Það var fréttavefur NRK sem greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×