Innlent

Sævar Ciesielski jarðsunginn í dag

Útför Sævars fer fram í Dómkirkjunni
Útför Sævars fer fram í Dómkirkjunni Mynd GVA
Sævar Marinó Ciesielski verður jarðsunginn í dag. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni klukkan 13.00. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, annast úrförina.

Sævar lést af slysförum í Kaupmannahöfn þann 12. júlí Hann var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og fékk þar þyngsta dóminn. Sævar játaði eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í um tvö ár. Fram hefur komið að Sævar var beittur ofbeldi í varðhaldinu og dró hann játningu sína síðar til baka.

Sævar barðist lengi fyrir endurupptöku málsins en Hæstiréttur hafnaði þeirri beiðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×