Erlent

Talið að 130 hafi fallið í Hama í Sýrlandi

Stjórnarherinn í Sýrlandi heldur áfram að ráðast á almenning í borginni Hama og nágrenni með skriðdrekum og leyniskyttum.

Í frétt á BBC segir að mannréttindasamtök telja að um 130 manns hafi fallið síðan á sunnudag, aðallega í Hama. Einn sjónarvottur segir að heyra megi sprengingar í borginni á 10 sekúndna fresti.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í Sýrlandi í gærdag en engin ályktun var samin. Rússar og Kínverjar hafa hingað til verið alfarið á móti því að Öryggisráðið fordæmi athæfi sýrlenskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×