Erlent

Smöluðu saman 3.000 minkum á Fjóni

Um 30 íbúar í grennd við Assens á Fjóni í Danmörku eyddu frídegi verslunarmanna við að hafa upp á og smala saman um 3.000 minkum sem sluppu úr búrum sínum á minkabúi sem þarna er staðsett.

Alls voru 7.500 minkar á búinu. Einhverjir tóku sig til og klipptu göt vírnet sem umlykur minkana þannig að þeir sluppu út í gærdag.

Í dönskum fjölmiðlum í morgun kemur fram að minkasmölunin hafi gengið vonum framar og nú sé talið að aðeins eigi eftir að hafa upp á um 100 minkum. Lögreglan leitar þeirra sem stóðu að þessum verknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×