Erlent

Leiðtogi glæpasamtaka játar aðild að 1500 morðum

mynd/ap
Leiðtogi glæpasamtaka í Mexíkó hefur viðurkennt að hafa átt aðild að 1500 morðum. Stjórnvöld í Mexíkó höfðu heitið 140 milljónum til höfuðs honum.

Jose Antonio Acosta Hernandez, sem yfirleitt er kallaður El Diego, var handtekinn á föstudag og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa myrt eða fyrirskipað morð á um 1500 einstaklingum á undanförnum árum. Hernandez fer fyrir glæpasamtömum La Linea. Hann er fyrrverandi lögreglumaður.

Hernandez er meðal annars sagður hafa fyrirskipa morð á bandarískum ræðismanni, Lesley Enriquez, og eiginmanni hennar sökum þess að hún hafi veitt andstæðingum hans vegabréf í landamæraborginni Ciudad Juarez. Enriquez var gengin fjóra mánuði með barn þeirra hjóna, en þau voru bæði skotin til bana í bifreið sinni á leið heim úr afmælisveislu. Sjö mánaða gömul dóttir þeirra fannst grátandi í aftursætinu í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×