Erlent

Tuttugu þúsund fangar fái frelsi

Mynd úr safni
Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur.

Iris Varela, nýr ráðherra fangelsismála Venesúela, vill leysa þennan mikla vanda með því að fækka föngum um allt að 40%. Ráðherrann telur almenning ekki standa ógn af um 20 þúsund og því sé vel hægt að veita þeim frelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×