Sport

Enn detta stjörnurnar úr leik í Kanada

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn litríki Tsonga fagnar sigrinum á Federer.
Hinn litríki Tsonga fagnar sigrinum á Federer. Nordic Photos/AFP
Mikið hefur verið um óvænt úrslit á Opna kanadíska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir og er ekkert lát á. Roger Federer og Maria Sharapova þurftu bæði að játa sig sigruð gegn lægra skrifuðum andstæðingum í 3. umferð mótsins.

Federer, sem er af mörgum talinn besti tennisleikari allra tíma, beið lægri hlut gegn Frakkanum Jo-Wilfried Tsong 7-6, 4-6 og 6-1. Tsonga virðist hafa gott tak á Svisslendingnum en hann sló Federer einnig út á Wimbledon-mótinu fyrr í sumar.

Maria Sharapova tapaði óvænt fyrir Galinu Voskoboevu frá Kasakstan 6-3 og 7-5. Úrslitin þykja meðal þeirra óvæntustu á mótinu til þessa enda Voskoboeva í 135. sæti heimslistans.

Li Na, sem sigraði á Opna franska í upphafi sumars, er einnig dottin úr keppni. Sömu sögu er að segja um Petru Kvitovu sem sigraði á Wimbledon í júlí.

Leikirnir í átta liða úrslitum fara fram í dag. Flestra augu er á Novak Djokovic og Serenu Williams en segja má að þau séu einu stórstjörnurnar sem eftir eru á mótinu sem hefur boðið upp á afar óvænt úrslit.


Tengdar fréttir

Andy Murray pakkað saman í Kanada

Skotinn Andy Murray steinlá 6-3 og 6-1 gegn Kevin Anderson í annarri umferð Rogers-bikarsins í Kanada í gær. Murray átti engin svör við sterkum uppgjöfum Suður-Afríkumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×