Viðskipti erlent

Gullverðið að rjúfa 1.900 dollara múrinn

Ekkert lát er á verðhækkunum á gulli og lítur út fyrir að verðið fari í 1.900 dollara á únsuna í dag eða á morgun ef heldur sem horfir.

Í þessum skrifuðu orðum stendur verðið í 1.891 dollar á únsuna og hefur hækkað um rúm 2% frá því fyrir helgina. Það er sem fyrr óróinn á hlutabréfamörkuðum og óttinn við nýja kreppu sem veldur þessum hækkunum á gullverðinu.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að sérfræðingar reikna nú með að gullverðið rjúfi 2.000 dollara múrinn fyrir lok ársins. Það þýðir að verðið hefur hækkað um 41% á einu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×