Innlent

Hörkupúl að vera í Landsbjörg

Nýliðakynningar hjá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar standa nú yfir. Að vera björgunarsveitarmaður reynir á, bæði andlega og líkamlega, segir nýliði sem ætlar sér að verða fullgildur björgunarsveitarmaður á þessu ári.

Nýliðar björgunarsveita fara í gegnum strangt tveggja ára nám þar sem leitartækni, fjallamennska og sjóbörgun er meðal þess sem er á námskránni.

Rakel Theodórsdóttir, nýliði hjá Landsbjörg, segir það sé nánast fyrir hvern sem er að taka þátt í björgunarsveitarstarfinu. Ef fólk á annað borð kemst í gegn um nýliðaprógrammið þá megi finna not fyrir flesta.

Rakel er búin með eitt ár í nýliðaskólanum og sér ekki eftir að hafa slegið til.

„Ég man í gamla daga var pabbi í björgunarsveitinni. Ég var tilbúin að fara í þetta sem pabbi fékk að upplifa,“ segir Rakel, en í ár hefur hún lært margt, ferðast mikið og meðal annars tjaldað uppi á jökli.

En þó ævintýraþráin reki marga í starf björgunarsveitarmannsins er alvaran mikil.

„Við þurfum að vera til taks allan sólarhringinn. Og við erum það,“ segir Rakel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×