Innlent

Lögreglan tekur tilkynningar um barnatæla mjög alvarlega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan vinni eftir öllum vísbendingum til að finna mennina. Mynd/ Rósa.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan vinni eftir öllum vísbendingum til að finna mennina. Mynd/ Rósa.
„Þetta eru hlutir sem við tökum mjög alvarlega,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um tilkynningar um barnatæla sem hafa borist lögreglunni síðustu daga. Tilkynningar um slíka menn hafa borist á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í Vesturbæ og í Kópavogi.

„Við erum að vinna eftir öllum þessum vísbendingum og reynum að vinna úr þeim upplýsingum sem við fáum til þess að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Geir Jón. Heilmikil vinna sé lögð í þetta mál og vonast sé til þess að hægt sé að ná í umrædda menn. Hins vegar sé ómögulegt að segja til um hvort það takist.

„Yfirleitt eru þessar tilkynningar svo óljósar, það vantar bílnúmer. En það er verið að vinna í þessu. Við leggjum mikla áherslu á það,“ segir Geir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×