Innlent

Stýrihópar taka til starfa um sameiningu grunnskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarskóli verður sameinaður Engjaskóla.
Borgarskóli verður sameinaður Engjaskóla.
Fimm stýrihópar sem vinna eiga að sameiningu grunnskóla í borginni og breyttu skólastarfi eru að taka til starfa. Stefnt er á að hver hópur muni vinna náið með skólasamfélaginu, nemendum, foreldrum og starfsfólki.

Stýrihóparnir eiga að vinna að sameiningu Borgaskóla og Engjaskóla, Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla og Korpuskóla og Víkurskóla. Þá er að störfum stýrihópur um framtíðarskipan skólahalds í Vesturbæ og fimmti hópurinn, sem vinna á að heildstæðum safnskóla á unglingastigi í suðurhluta Grafarvogs, mun taka til starfa á næstu vikum.

Fjórir starfsmenn Menntasviðs Reykjavíkur sitja í hópunum, auk skólastjóra, fulltrúa starfsmanna, foreldra, þjónustumiðstöðva og frístundastarfs. Hóparnir senda reglulega frá sér upplýsingapósta til foreldra þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefnum funda og framvindu starfsins. Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri á Menntasviði Reykjavíkurborgar, leiðir starf hópanna. 

Öll vinna stýrihópanna verður aðgengileg á vefnum www.reykjavik.is/skoliogfristund þar sem er að finna erindisbréf, upplýsingapósta, fundargerðir og annað er tengist starfi þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×