Innlent

Flugi til Sauðárkróks hætt um áramótin

Flugfélagið Ernir mun hætta öllu flugi til Sauðárkróks um áramótin vegna þess að ríkið er hætt að styrkja flug til bæjarins. Flugfélagið sér ekki fram á að geta haldið rekstrinum gangandi vegna farþegafjölda.

Í samtali við fréttavefinn Feyki segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins á Sauðárkróki, að ef hið opinbera vilji endurskoða ákvörðun sína sé flugfélagið tilbúið að gera slíkt hið sama.

Flogið er fimm sinnum í viku til og frá Sauðárkróki. Á næsta ári þurfa því Sauðkrækingar að keyra til Reykjavíkur eða taka næstu vél frá Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×