Innlent

Vilja ræða rétt Íslendinga í námi erlendis

Þingkonurnar Eygló Harðardóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafa óskað eftir fundi í menntamálanefnd til þess að ræða um rétt Íslendinga erlendis til námlána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Tilefnið er ný reglugerð sem menntamálaráðherra setti á dögunum sem leyfir LÍN aðeins að lána til íslenskra ríkisborgara sem hafi verið við launuð störf hér á landi síðustu tólf mánuði fyrir umsóknardag og hafi hér samfellda búset.

Þeir sem hafa búið hér skemur en 12 mánuði þurfa þá að hafa búið hér á landi í samtals tvö ár af síðustu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×