Erlent

Faðir tólf ára stúlku stefnir Facebook

BL skrifar
Það bera ð fara að öllu með gát þegar Facebook er annars vegar. Mynd/ AFP.
Það bera ð fara að öllu með gát þegar Facebook er annars vegar. Mynd/ AFP.
Faðir frá Norður-Írlandi hefur höfðað mál gegn samskiptasíðunni Facebook. Ástæðan: Tólf ára dóttir hans neitar að hætta að birta myndir af sér í kynferðislegum stellingum.

Pabbinn hefur reynt að fá dóttur sína til að hætta þessum ósið og hefur eytt aðgangi hennar oft og mörgum sinnum. En stelpan hlustar ekki og býr bara til nýjan aðgang jafnóðum. Hann hefur því brugðið á það ráð að fara í mál við síðuna en það gerir hann á þeim forsendum að síðan sé að brjóta eigin reglur. Lögmaður mannsins segir að síðan sé sek um vanrækslu og valda lífi barns sakaða.

Á myndunum sem stelpan birtir sést hún mikið máluð og í ögrandi stellingum svo hún virðist vera miklu eldri en hún er í raun og veru. Auk þess birtir stúlkan upplýsingar um sjálfa sig, til dæmis hvar hún eigi heima og í hvaða skóla hún gengur. Lögmaður föðurvið ins segir að ókunnugir menn séu farnir að senda henni kynferðisleg skilaboð og biðja hana um fleiri myndir.

Samskiptasíðan skiptir notendum sínum í tvo hópa, krakkar á aldrinum 13 til 17 ára og 18 ára og eldri. Lögmaðurinn segir að ekkert sé fylgst með því hvort að krakkar yngri en 13 ára séu inni á síðuna. Síðan þurfi að taka upp nýtt kerfi til að koma í veg fyrir að krakkar yngri en þrettán ára geti verið inn á síðunni - til dæmis með því að krefjast þess að fá vegabréfsnúmer eða önnur viðurkennd skilríki.

Talsmenn síðunnar segja að ómögulegt sé að fylgjast með aldri notenda sinna. Ábyrgðin liggi hjá foreldrunum sem eigi að ræða við börnin sín um hættur veraldarvefsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×