Innlent

Borgarafundur í Iðnó um stjórnarskrármálið

Hreyfingin stendur fyrir borgarafundi á mánudagskvöldið um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

Á fundinum verður spurt: „Viljum við að þjóðin fái að kjósa um tillöguna áður en Alþingi taki hana til efnislegrar meðferðar, svo vilji þjóðarinnar fari ekki á milli mála?“

Frummælendur verða Daði Ingólfsson, Geir Guðmundsson, Kristinn Már Ársælsson, Alda Katrín Oddsdóttir og Hörður Torfason.

Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með frummælendum ásamt fyrirspurnum úr sal.

Fundurinn verður í Iðnó og hefst kl. 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×