Innlent

Fundu landaverksmiðju í Kópavogi

Lögreglan uppgötvaði í morgun stóra landaverksmiðju í iðnaðarhúsnæði í Kópavoginum þegar glöggur lögreglumaður rann á lyktina af landanum. Um þúsund lítra af gambra var að ræða og 300 lítra af tilbúnum landa. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekki algengt í seinni tíð að verksmiðjur af þessu tagi finnist.

Þó geri landinn yfirleitt vart við sig í upphafi skólaárs. Þá sjá menn sér leik á borði að bjóða skólafólki landann á mun lægra verði en venjulegt áfengi.

Einn maður var handtekinn og yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×