Innlent

Nota Facebook við rannsókn sakamála

Stefán Eiríksson lögreglustjóri
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
Dæmi eru um að lögreglan hafi nýtt sér upplýsingar af samskiptavefnum facebook við lausn sakamála. Lögreglan hefur haldið úti facebook síðu í hátt í ár með góðum árangri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í auknu mæli verið að nýta sér samskiptavefinn facebook til að ná til almennings.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ræddi um notkun lögreglunnar á facebook í erindi sem hann hélt í morgun á Hilton-hótelinu þar sem haustráðsefna Skýrr fer fram.

Lögreglan setti upp síðu á Facebook í lok síðasta árs sem fjöldi fólks fylgist með. Stefán segir síðuna notaða á margvíslegan hátt en hún hafi verið notuð til að miðla fréttum frá lögreglu, upplýsingum um eitthvað sé í gangi og vara fólk til að mynda við óveðri. Á síðunni hefur einnig verið auglýst eftir eigendum þýfis.

Stefán segir samskiptasíður eins og facebook sífellt hafa meira vægi. Lögregla hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar þar til að leysa mál.

„Þegar lögreglan er að rannsaka mál þá er auðvitað enginn hluti af hinu mannlega samfélagi sem er undanskilinn," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×